Skip to main content

126472

Þó að ekki hafi farið mikið fyrir því í umfjöllun um gönguviku, var fjölmennasti þátttökuhópur hennar á hægferð niður í Vöðlavík á laugardaginn. Flestir gengu frá Karlsstöðum, en síðan bættist sífellt í hópinn einn og einn bílfarmur og um fjörutíu manns voru í Víkinni yfir daginn. Börnin undu sér við kastalabyggingar, og við að vaða örugg í skjóli pabba og mömmu systur eða frænku eins og myndirnar sýna. Það lóaði ekki á steini við sandinn, en eitt haglél dundi yfir en tók fljótt af. Allflestir komu í skála að Karlsstöðum og fengu sér lummur og súkkulaði á heimleiðinni og var ekki annað að sjá en smáfólkið kynni vel að meta þetta forna bakkelsi. Um fimmleytið bættust í Í hópinn Krossanesfarar sem lagt höfðu upp frá Karlsskála kl. 10.30 um morguninn og svo var dúndrandi kvöldvaka í Randulffs sjóhúsi á Eskifirði um kvöldið. Glæsileg gönguvika.

Ljósm. Ína D Gísladóttir