Skip to main content

126472

Aðalfundir Ferðafélagsins eru jafnan haldnir á vordögum, til skiptis á Eskifirði, Norðfirði og Reyðarfirði. Að þessu sinni í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði. Auk venjulegra aðalfundarstarfa kynnti Jón Björn Hákonarson bók með þjóðsögum og sögnum frá Norðfirði og nálægum byggðum. Hálfdan Haraldsson hefur tekið saman efni bókarinnar og kemur hún út á næstunni. Sævar Guðjónsson sagði frá gönguvikunni sem verður í Fjarðabyggð 21. -28. júní. Að venju voru afhentar viðurkenningar til fjallagarpa Fjarðabyggðar og svo var kaffi og meðþví á eftir.