Skip to main content

126472

Þetta var lokadagur gönguvikunnar. Mjóifjörður var þar miðpunkturinn. 50 manns gengu yfir Miðstrandarskarð sem er yfir miðjum bænum í Neskaupstað og yfir í Mjóafjörð. Á sama tíma fóru um 70 með skipinu Skrúð frá Norðfirði yfir í Brekkuþorp í Mjóafirði. Þar voru veitingar, hvítvín, kræklingur, kakó og vöfflur.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Hjalti, göngugarpur úr Hafnarfirði. Kom austur til að ganga í gönguvikunni

Eins og á Svartafjalli þá var gengið uppúr þokunni

Skipið Skrúður flutti göngumenn yfir Mjóafjörð, í Brekkuþorp. Síðan var farið með Skrúð til baka yfir á Norðfjörð