Skip to main content

126472

Þó að ekki þætti fararstjórum það gott, var ákveðið að svissa yfir á plan B þegar sýnt þótti að bjartsýnin ein dygði ekki til þess að milda veðurguðina á Jónsmessunóttina. Meiningin var að fara í alvöruferð og vera á Götuhjallanum undir morgun að gera jógaæfingar í átt til sólar. Þoka og suddi settust að um ellefuleytið þegar lagt var af stað og samkvæmt plani B var haldið út í þokuna meðfram vatnsfalli og skoðaðir fossar í súldinni og myrkrinu sem varð nær algert á þessari björtustu nótt sumarsins þegar þokan hafði tekið völdin. Olga Lísa sem var annar fararstjórinn lét fólkið gera jógaæfingar af og til og við það slaknaði á allri byggðaspennu og við urðum meira og meira eitt með náttúrunni. Gengið var í fjóra tíma, en þá fór að dúra heldur í þokuna og í ljós kom eyðibær þar sem tvær huldukonur biðu okkar með sjóðandi kaffi og lummur við kertaljós í fjósi. Var það vel þegið og þakksamlega og síðan gengið áfram í átt til byggða. Þegar við kvöddumst um fjögurleytið virðast allir vera þokkalega sáttir við tilveruna, þó að skemmtilegra hefði verið að geta haldið sér við dagskrána. Fjórtán manns tók þátt í þessari ferð.
Ljósm. Ína D Gísladóttir

Olga Lísa stjórnar jógaæfingum

Það týnist engin í myrkrinu sem er á hægra brjóstinu á Gússu

Tvær ungar stúlkur við foss

Hér birtist bær

Værð í fjósinu

Álfkonurnar náðust á mynd, sem ekki gerist oft

Hópurinn við ferðarlok