Skip to main content

126472

Barðsnes er við Norðfjarðarflóann að austan, gegnt Neskaupstað. Í upphafi gönguviku var farin dagsferð, sjóleiðina yfir á Barðsnes. Margir höfðu áhuga, 52 fóru í túrinn, skipið Skrúður þurfti að fara 2 ferðar. Tveir fararstjórar voru, Sævar á Mjóeyri og Ína, Sævar bauð uppá stóra gönguferð en Ína fór minni yfirferð með sinn hóp. Það að hóparnir voru aðskildir, gaf Ínu möguleika á að taka myndir af stóra hópnum úr nokkurri fjarlægð bæði þar sem hann skeiðar neðan túns hjá Barða landnámsmanni og eins þar sem hann dreifir sér um Hornseggjar neðan Móness.
Þetta er afar fallegt og fjölbreytt svæði sem er sannarlega heimsóknarinnar virði.

Myndir Ína D Gísladóttir og Árni Ragnarsson.

Lagt frá bryggju í Neskaupstað

Sævar með fullfermi á leið í Barðsnes

Hér sér upp milli fjóss og íbúðarhúss á Barðsnesi

Smá upplýsingamiðlun á pallinum á Barðsnesi í byrjun ferðar

Verið að skipta hópnum utan við Klifið

Stóri hópurinn skeiðar af stað, Skollaskarð til vinstri

Máríuversbás

Víkingaskip í fjöru og nóg af skarfakáli

Tröllkarlinn í Hellisfjörukambi með 50 ritur í skegginu og hálsakoti

Rauðubjörg

Litunarmosi myndar víða fallegar rósir á steinum á Barðsnesi

Múkkinn á hreiðrum í stuðlabergi í Hellisfjöru

Nestisstund undir Rauðubjörgum

Í Hellisfjöru

Hér koma nokkrar myndir af hópnum hans Sævars þar sem hann gengur fjöruna út Barðsnesið að austan. Mikil litbrigði í hlíðinni

Hér koma nokkrar myndir af hópnum hans Sævars þar sem hann gengur fjöruna út Barðsnesið að austan. Mikil litbrigði í hlíðinni

Klöngrast er yfir klettahaft sem nær yfir fjöruna, út í sjó

Hér höfðu mikil undur gerst. Síðan Ína og Lulla voru með gönguhóp fjórum vikum fyrr, hafði orðið mikið hrun og það farið yfir þar sem steingerðir trjástofnar voru í berginu niður við fjöruborðið. Ekkert sást nú af þeim

Það þurfti að stórvara sig að stíga ekki oní æðarhreiður, sem voru nokkuð mörg í fjörunni

Hópur Sævars á Hornseggjum

Yngsti þátttakandinn var þriggja ára og undi löngum stundum á baki mömmu sinnar

Grenismunni undir Skollaskarði

Í Skollaskarði, Gerpir til vinstri

Leiðin um Afréttarskarð austan í Sandfellinu, fjær Gerpir

Áning

Fjölskylda nýtur útivistar saman

Hópur Sævars kominn aftur uppá brúnina, sér út á Horn, sem ýmist heitir Barðsneshorn eða Norðfjarðarhorn. Það ku vera óvarlegt að hafa skoðun á því hvort nafnið skuli vera

Hér sést hrunstaðurinn að ofan

Þeir sem hugrakkari voru fóru út á ystu brún

Horft út eftir Horninu, Dalatangi og Glettingur í norðri

Rauðubjörg, Æðarsker, Hellisfjörukambur og Skarfatangi

Gull

Barðsnesbásinn, aðallending Barðsnesinga

Í seinni ferðinni lagði Skrúður að kletti, farþegar gengu beint um borð

Lulla formaður og Sibba komu á spretti utan móana til þess að ná fyrri bátsferðinni. Þær ætluðu að standa sína pligt og sinna göngufólki í Vöðlavík. Doddi á Skorrastað létti Skúmhattarförum sporin með söng og glensi eins og honum er einum lagið og í skála biðu Sibba og Lulla með kaffi og kleinur þegar hópurinn skilaði sér