Skip to main content

126472

Kollfell er fremsti hluti Tröllafjalls, milli Skógdals og Áreyjadals í botni Reyðarfjarðar. 17 manns mættu í gönguna. Farið var frá Áreyjum og gengið uppí um 400 metra hæð. Veður var ágætt en lágskýjað og gengu menn uppí þoku og skyggni til fjalla var ekki gott.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Frá Áreyjum var fyrst gengið eftir veginum yfir Þórdalsheiði og síðan eftir vegaslóða sem er uppá Kollfell.

Svavar Valtýsson í Áreyjum og Þóroddur Helgason.

Jóna Margeirsdóttir og Ari Guðmundsson.

Leiðsögumaður var Einar Þorvarðarson (með hárbandið). Hann er góður leiðsögumaður, vel að sér og segir skemmtilega frá og útskýrir jarðfræði og umhverfið svo vel skilst.

Hús fyrir GSM stöð er uppá Kollfelli. Hún sér neðanverðum Fagradal fyrir farsímasambandi.

Fjarskiptamastrið á Kollfelli hrundi s.l. vetur. Þoldi ekki veðrin.

Horft út uppland Reyðarfjarðar. Bærinn sést óglöggt lengst til hægri.