Skip to main content

126472

Þessi fyrsti laugardagur í sumri og jafnframt kosningadagur rann upp og morgunninn var bjartur að mestu, ögn svalur á köflum, hressandi með fjölbreytilegan himinn og köflótt sólfar.
Á boðuðum brottfarartíma dreif fólk að Gömlu-Búð úr öllum áttum og þátttakan fór fram úr björtustu vonum, alls voru mættir 55 á ýmsum aldri. Ekki er undirritaðri grunlaust um að leiðsögumaðurinn hafi verkað sem segull, enda má lesa áhuga, ánægju og hlátur úr andlitum fólksins sem fylgdi honum eftir í hálfan þriðja tíma um götur og stíga, en einnig auð svið gamalla atburða þar sem minnst var tilsvara og atvika sem tengjast gengnum íbúum. Svo skoðuðum við þessi fjölbreytilegu gömlu hús með sinn yndislega “karakter” . Þeim einhvern veginn fjölgar og þau stækka þegar hverju og einu þeirra fylgir lifandi saga. Á þessum sérstöku tímum í þjóðlífinu er allt breytingum undirorpið. Þegar við ákváðum ferðadagskrá í nóvember var alls ólíklegt að í Randulffs sjóhúsi stæði yfir útbýting á súpu í tilefni kosninga þennan dag, þar sem þær voru hreint ekki á dagskrá. Sú var nú samt raunin, ferðin endaði við sjóhúsið og þeir sem það vildu, sem voru margir, gerðu innrás hjá Samfylkingunni og fengu að skoða húsið. Þar var tekið ljúflega á móti okkur og þar var boðið upp á heita súpu sem kom sér vel eftir gönguna. Mörgum dvaldist á loftinu í sjóhúsinu, gamalli norskri síldveiðistöð sem er ólýsanlegur staður. Eldgamlir hlutir, rúm, áhöld, eldunaraðstaða, ofn, persónulegir munir og veiðarfæri í ævagamalli verbúð sem hefur fengið að standa óhreyfð mjög lengi.
Við vonum að þið hafið gaman af því að skoða meðfylgjandi myndir frá þessum ágæta morgni, en gaman væri að fá texta við þær síðar.
Ferðafélagið og undirrituð þakka Þórhalli fyrir aldeilis frábæra leiðsögn um söguríka bæinn sinn, það er gott að eiga slíka hauka í horni.

Húsanöfnin eru mörg hver fundin út af myndum á myndasíðu Helga Garðarssonar.

Ína Dagbjört Gísladóttir

Kaupangur í bakgrunni

Zautenshús

Sýslumannshús

Dalshús á vinstri hönd og Víðissjóhús á þá hægri

Ásbyrgi, þar fyrir aftan sést í Sólheima

Finnshús ( Pálshús)

Húsið fjær er Kirkjuból-Jónshús

Víðivellir á vinstri hönd, Brynjólfshús til hægri

Staðið við símstöðina

Þórhallur framan við læknishús

Bjarmi

Húsið með sólpallinum er Tindastóll

Fyrir neðan götu stendur Sigurðarhús

Bunan

Klausenshús nær, Höfði fjær

Laufás

Klaustur næst, þar fyrir aftan Eyfell. Gerði fyrir ofan

Gægt á glugga á rafstöð ( byggð 1911)

Tómasarhús

Sigurhæð

Helgafell (Holt)

Kaupfélagið

Neðri – Sólbakki í bakgrunni

Friðþjófssjóhús, þar fyrir aftan salthúsið (Vilhelm Jensen byggði)

Figvedshús – Prestshús

Sjóborg

Slétta

Friðrikshús

Jaðar

Fjóla samkennari Þórhalls skrásetur

Gamli barnaskólinn og seinna Knellan

Geir Hólm hefur unnið þrekvirki við verndun, söfnun og smíði bæði húsa og líkana

Hlíðarendi

Jensenshús

Nakkur

Sporður þar sem heimsins besti bitafiskur er framleiddur

Árbakki

Við Randulffs sjóhús

Þórhallur startar göngunni við Gömlu-Búð. Hólmatindur á bakvið.

Hér koma nokkrar myndir úr Randulfs sjóhúsi: