Skip to main content

126472

Nýtt skálavarðahús í Vöðlavík

| Kamma Dögg Gísladóttir | Fréttir

Nú hefur nýtt skálavarðahús verið tekið í notkun í Vöðlavík.

Húsið er smíðað af smíðadeild Verkmenntaskóla Austurlands. Húsið var flutt í heilulagi á bíl frá Norðfirði, yfir Oddsskarð og út í Vöðlavík. 

Húsið mun stórbæta aðstöðu skálavarða í Vöðlavík, í húsinu verður svefnaðstaða, eldunaraðstaða, klósett og sturta.

Við erum virkilega stolt af þessari viðbót í Vöðlavíkina og hefði þetta aldrei getað orðið að veruleika án mikillar sjálfboðavinnu félagsmanna.

Verkefnið hlaut styrk frá eftirtöldum aðilum og kunnum við þeim bestu þakkir:

  • Fjarðabyggð
  • Tanni Travel
  • SÚN
  • Síldarvinnslan
  • Hampiðjan
  • Landsbankinn
  • Hildibrand
  • Sparisjóður Austurlands

Húsbygging

| Super User | Fréttir

Um miðjan febrúar voru  hluti húsanefndar Ferðafélags fjarðamanna og fleiri félagar að lakka panel í nýtt húsvarðarhús sem nemendur VA byggja fyrir félagið. Eins og venjulega þegar við komum saman er glatt á hjalla og verkið þaut áfram. Takk fyrir góða stund. Það stefnir í gott sumar í Vöðlavík og nýja húsið mun örugglega verða freisting fyrir fólk að taka að sér að vera viku í Vöðlavík við skálavörslu.

Aðalfundur 2023

Aðalfundur Ferðafélags Fjarðamanna verður haldinn í sal björgunarsveitarinnar (Þórðarbúð) á Reyðarfirði þann 23. mars kl 20:00
 
Dagskrá:
 
•Hefðbundin aðalfundarstörf.
•Önnur mál.
•Kynnt verða fjöllin 5 í komandi gönguviku.
•Snorri Styrkársson sýnir okkur myndir úr ferðum sínum á Fjallabak.
 
Félagsmenn hvattir til að mæta og nýjir félagar velkomnir!
Hægt verður að skrá sig í félagið á staðnum.
 
Stjórnin.

Stikun Karlsskáli - Valahjalli

Tveir vaskir menn nýttu blíðviðrið nú á dögunum og endurnýjuðu stikur á leiðinni frá Karlsskála að Valahjalla.

Þetta er einstaklega falleg gönguleið og á Valahjalla má finna brak úr þýskri herflugvél frá 1941.